Myndir af Kviku þegar hún var lítil

Ég setti hér til hliðar nokkrar myndir af Kviku þegar hún var lítil, alveg hrikalega mikil dúlla!!

Augnskoðun

Í gær fórum við í augnskoðun með Kviku því það vottorð rennur jú út eftir 18 mánuði. Því þarf að láta augnskoða aftur til að hún sé með öll próf gild ef hún verður hvolpafull. Dísin fékk bestu einkun úr skoðuninni, algerlega laus við alla augnsjúkdóma!

Velkomin!!

Velkomin á síðuna okkar.

Hún er tileinkuð Ljóssins Kviku sem er Labrador Retriever tík og ein af fjölskyldunni.

Kvika er hreinræktuð og með ættbók hjá HRFÍ. Skráningarnúmerið hennar er IS09443/06.
Ættartala Kviku og árangur hennar er hér til vinstri á síðunni.
Búið er að mjaðma- og olnbogamynda Kviku og er hún með bestu einkun þar eða AA. Hún er PRA frí (DNA prófun fyrir ákveðnum augnsjúkdómum) og við læknisskoðun sást að engin merki voru um arfgenga augnsjúkdóma hjá henni.

Kvika er undan INT.CH ISCH Ekta Jökli sem er Alþjóðlegur- og Íslenskur sýningameistari og Norðurhjara Hrafnhildi sem hefur margoft hlotið 1. einkun í opnum flokki á sýningum ásamt heiðursverðlaunum.

Kvika byrjaði 6 mánaða að taka þátt í sýningum og hefur sjálf náð góðum árangri þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur nú þegar hlotið meistarastig ásamt því að fá þrjú heiðursverðlaun og oft hlotið fyrstu einkun sem þýðir það að hún er mjög frambærilegur fulltrúi sinnar tegundar.

Nú í sumar er ætlunin að finna henni verðugan maka og von okkar er að hún eignist hvolpa rétt eftir áramót. Þá verður nú kátt í kotinu! En það borgar sig ekki að gera sér of miklar vonir, náttúran verður að hafa sinn gang!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband